Skjáskot: Vésteinn Valgarðsson – X-R, Alþýðufylkingin

Vésteinn Valgarðsson er varaformaður Alþýðufylkingarinnar og oddviti í Reykjavík suður. Hann á ekki snjallsíma og sér ekki þörfina, nema mögulega ef hann kæmist á þing!

Hver ert þú og hvað gerir þú í lífinu?veseteinnvalgards
Ég er Reykvíkingur, vesturbæingur og miðbæingur, pabbi, sósíalisti, sagnfræðingur, hagyrðingur og amatör-garðyrkjumaður, og ég vinn á geðdeild Landspítalans.

Hvernig síma ertu með?
Rauðan Nokia N76 síma með rispum og með sprungu í skjánum, sem ég fékk notaðan þegar síðasti sími þurfti að fá nábjargirnar.

Afhverju átt þú ekki snjallsíma?
Mig hefur bara aldrei vantað snjallsíma. Ef ég get talað í hann, þá dugir það mér. Ef það er hægt að senda SMS og geyma símanúmer, þá er það bónus. Ég hef ekki þurft meira hingað til.

Langar þig í snjallsíma?
Tja, ég get nú ekki sagt það, en ef ég lendi á Alþingi gæti ég þurft að fá mér þannig.

Hver er draumasíminn þinn?
Mig dreymir um síma sem ég get notað næstu 50 árin.

Hvað ætti að vera hægt á símum sem er ekki hægt í dag?
Hella upp á kaffi!

Hver er frægasta manneskjan í símaskránni þinni?
Ætli það sé ekki Erpur Eyvindarson? Eða Ögmundur Jónasson?

 

Nokia N76

Nokia N76