Skjáskot: Þorvaldur Gylfason – Lýðræðisvaktin, X-L
Þorvaldur Gylfason er prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Hann er einnig vaktstjóri Lýðræðisvaktarinnar og býður sig fram í Reykjavík norður.
Hver ert þú og hvað gerir þú í lífinu?
Þorvaldur Gylfason prófessor og frambjóðandi Lýðræðisvaktarinnar í Reykjavík norður.
Hvernig síma ertu með?
Gamlan Nokia N95.
Hvað elskar þú við símann þinn?
Aldurinn.
Hvað þolir þú ekki við símann þinn?
Ekkert.
Þrjú uppáhalds öpp og af hverju?
Engin öpp, síminn er eldri en svo.
Telur þú að síminn muni nýtast vel við þingstörf?
Já.
Hver er draumasíminn þinn?
Síminn minn.
Hvað ætti að vera hægt á símum sem er ekki hægt í dag?
Hvað er hægt í dag?
Hver er frægasta manneskjan í símaskránni þinni?
Egill Ólafsson.