Skjáskot: Rósa Björk Brynjólfsdóttir – Vinstri grænir, X-V
Rósa Björk Brynjólfsdóttir er í framboði fyrir Vinstri græna. Hún á BlackBerry Z10 og forðast öpp eins og heitan eldinn! Að hennar mati er það að fá tölvupóst beint í símann tvíeggjað sverð.
Hver ert þú og hvað gerir þú í lífinu?
Ég heiti Rósa Björk Brynjólfsdóttir, í 2. sæti á lista Vinstri grænna í suðvesturkjördæmi er 38 ára með BA í fjölmiðlafræði og frönsku. Hef unnið sem fréttakona, dagskrárgerðarkona og fréttapródúsent frá árinu 1999 ásamt því að vinna sem fjallaleiðsögumaður á sumrin. Hef reyndar dregið úr því og unnið sem fjölmiðlafulltrúi fjármálaráðuneytisins síðan í maí 2010. Svo er ég líka að reyna að vanda mig í lífinu við að vera góð mamma barnanna minna og góð við kærastann minn. Lífið er bara voða skemmtilegt og frábært.
Hvernig síma ertu með?
Blackberry nýjustu týpuna en man ekkert hvað sú týpa heitir.
Hvað elskar þú við símann þinn?
Að sjá póstinn minn jafnóðum.
Hvað þolir þú ekki við símann þinn?
Að ég sjái póstinn minn jafnóðum.
Þrjú uppáhalds öpp og af hverju?
Hef forðast öll öpp eins og heitan eldinn.
Telur þú að síminn muni nýtast vel við þingstörf?
Ójá.
Hver er draumasíminn þinn?
Æ ég er bara voða ánægð með þennan sem ég á.
Hvað ætti að vera hægt á símum sem er ekki hægt í dag?
Að tala við framliðna. Væri það ekki eitthvað?
Hver er frægasta manneskjan í símaskránni þinni?
Laddi að sjálfsögðu.