Skjáskot: Methúsalem Þórisson – X-H, Húmanistaflokkurinn

Simon hafði samband við alla stjórnmálaflokka og sendi þeim smá spurningalista um símana þeirra. Til dæmis er spurt hvernig síma þeir eiga og hvort þeir telji að hann muni nýtast vel við þingstörf. Við munum birta svör frambjóðandanna núna í vikunni fyrir kosningar. Fyrstur á dagskrá er Methúsalem Þórisson sem er í framboði fyrir X-H, Húmanistaflokkinn.

Methúsalem Þórisson

Methúsalem Þórisson (mynd fengin af DV.is)

Hver ert þú og hvað gerir þú í lífinu?

Methúsalem Þórisson 66 ára húmanisti og vert á Café Haiti frambjóðandi í 1. sæti í Reykjavík norður fyrir Húmanistaflokkinn.

Hvernig síma ertu með?
iPhone 4

Hvað elskar þú við símann þinn?
Myndavélina og getað póstað beint á Facebook og Twitter

Hvað þolir þú ekki við símann þinn?
Vesen með iTunes fyrir Íslendinga

Þrjú uppáhalds öpp og af hverju?
Instagram til að deila myndum frá Café Haiti og úr pólitík, Ustream broadcaster fyrir tónlistaruppákomur ofl, Skype til að tala við dætur mínar í NY og NZ og vini um allan heim.

Telur þú að síminn muni nýtast vel við þingstörf?
Án efa

Hver er draumasíminn þinn?
iPhone 4

Hvað ætti að vera hægt á símum sem er ekki hægt í dag?
Taka niður pantanir og skrifa út bommur og nótur á Café Haiti

Hver er frægasta manneskjan í símaskránni þinni?
Ragnheiður Gröndal söngkona :)

 

simon-skjaskotmethusalem