Skjáskot: Árni Páll Árnason – X-S, Samfylkingin
Árni Páll Árnason er formaður Samfylkingarinnar og í 1. sæti fyrir flokkinn í Suðvesturkjördæmi. Hann á iPhone 4 en finnst batteríð á honum ekki endast nógu vel.
Hver ert þú og hvað gerir þú í lífinu?
Ég heiti Árni Páll og er jafnaðarmaður. Svo er ég þingmaður og formaður Samfylkingarinnar.
Hvernig síma ertu með?
iPhone 4
Hvað elskar þú við símann þinn?
Hann er fjölhæfur og fullur af lausnum á hverjum vanda eins og við jafnaðarmenn
Hvað þolir þú ekki við símann þinn?
Batteríið klárast allt of fljótt.
Þrjú uppáhalds öpp og af hverju?
Endomondo er flott app hvort sem maður hjólar eða hleypur. Svo mæli ég með MirrorFootball til að fylgjast með boltanum. Ætli Guardian sé ekki númer þrjú hjá mér.
Telur þú að síminn muni nýtast vel við þingstörf?
Já, hann gerir það á meðan batteríið endist.
Hver er draumasíminn þinn?
Ég hef ekki mikla þekkingu á þessu en síminn sem ég er með er bara fínn.
Hvað ætti að vera hægt á símum sem er ekki hægt í dag?
Sími sem ekki þyrfti að hlaða væri kannski nauðsynlegt. Svo sakna ég vasaljóss, sem var á símum fyrir nokkrum árum. Það kom sér oft vel.
Hver er frægasta manneskjan í símaskránni þinni?
Ætli það sé ekki Nick Clegg varaforsætisráðherra Breta og formaður Liberal demókrata.