Skiptir stærðin máli?

Þeir hjá Samsung virðast halda það.

Samsung tilkynnti núna nýverið Samsung Galaxy Mega. Tvær útgáfur af símanum munu koma út með 5.8″ og 6.3″ skjái en Galaxy Note 2 síminn hefur til samanburðar 5.5″ skjá

Galaxy Mega 6.3 útgáfan mun hafa 720p upplausn, LTE tengigetu, 8 og 16gb geymslupláss og 1.7GHz dual-core örgjörva.

Galaxy Mega 5.8 mun hafa HD skjá, HSPA tengigetu,  8gb geymslupláss og 1.4GHz dual-core örgjörva.

Báðir símarnir munu hafa 8 megapixela myndavél, innraut ljós til að stjórna  sjónvarpstækjum, 1.5gb vinnsluminni, micro SD rauf og munu keyra Android 4.2 Jelly Bean stýrikerfið.

 

samsung-galaxy-mega-handson-review-14-640x424_mediumSíminn á að koma til Evrópu núna í maí, og við erum spennt að sjá hvernig síminn mun koma út og prófa hann. Hér til hliðar má sjá Galaxy Note 2 og Galaxy Mega 6.3″ hlið við hlið.

 

 

 

 

Myndin er fengin frá The Verge