Þeir hjá Samsung virðast halda það.
Samsung tilkynnti núna nýverið Samsung Galaxy Mega. Tvær útgáfur af símanum munu koma út með 5.8″ og 6.3″ skjái en Galaxy Note 2 síminn hefur til samanburðar 5.5″ skjá
Galaxy Mega 6.3 útgáfan mun hafa 720p upplausn, LTE tengigetu, 8 og 16gb geymslupláss og 1.7GHz dual-core örgjörva.
Galaxy Mega 5.8 mun hafa HD skjá, HSPA tengigetu, 8gb geymslupláss og 1.4GHz dual-core örgjörva.
Báðir símarnir munu hafa 8 megapixela myndavél, innraut ljós til að stjórna sjónvarpstækjum, 1.5gb vinnsluminni, micro SD rauf og munu keyra Android 4.2 Jelly Bean stýrikerfið.
Síminn á að koma til Evrópu núna í maí, og við erum spennt að sjá hvernig síminn mun koma út og prófa hann. Hér til hliðar má sjá Galaxy Note 2 og Galaxy Mega 6.3″ hlið við hlið.
Myndin er fengin frá The Verge
Comments are closed.