Íslendingaappið í Jimmy Kimmel Live!
Íslendingarbókarappið hefur svo sannarlega vakið mikla athygli, ekki bara á Íslandi heldur hefur verið fjallað um það í mörgum af stærstu fjölmiðlum heims! Nú síðast birtist það í grín stiklu í þætti Jimmy Kimmel á ABC stöðinni í Bandaríkjunum.
[youtube id=”f9rvBXL7NBk” width=”600″ height=”350″]
Stiklan hefur nú þegar vakið mikla athygli og þegar þessi grein er skrifuð hafa nú þegar um 2000 manns séð hana á YouTube.
Fjallað hefur verið um appið á mörgum af stærstu fréttasíðum heims, sem dæmi má nefna The Verge, Japan Times, PC Mag, Huffington Post, Cosmopolitan, Cnet og að sjálfsögðu Simon.is. Strákarnir hjá Sad Engineer Studios mega vera mjög ánægðir með árangurinn og hafa fengið verðskuldaða athygli.