Facebook uppfærir iPhone og iPad appið

Í dag kom út ný útgáfa af Facebook fyrir iOS (iPhone & iPad).

Meðal nýjunga er viðbót við Facebook spjallið sem kallast Chatheads eða spjallhausar eins og við kjósum að kalla það. Spjallhausar virka þannig að hringlaga mynd af viðmælandanum er alltaf á skjánum og því er Facebook spjallið mun aðgengilegra en áður. Hægt er að fjarlægja hausana af skjánum með því að draga þá að neðsta hluta skjásins í átt að home takkanum á símanum.

Axel spjallhaus

Nýja Facebook útlitið með spjallhaus í hægra horninu

 

Sé smellt á upplýsingahnapp viðmælandans er hægt að sjá nánari upplýsingar um hann og notendur í Bandaríkjunum geta hringt frítt símtal (VoIP) í gegnum Facebook appið. Þessi þjónusta er ekki í boði á Íslandi en gæti mögulega komið inn síðar.

Axel spjallhaus

Axel Paul spjallhaus

 

Önnur nýjung eru svokallaðir stickers sem eru einfaldlega stór emoji tákn eða broskallar. Með því að fara í stickers store er hægt að sækja fleiri stickers og þykir okkur ekki joshuatetreault ólíklegt að Facebook muni rukka aukalega fyrir stickers í framtíðinni.

Sticker

Sticker

 

iPad appið fékk líka yfirhalningu og er nú líkara nýju fréttaveitu Facebook sem er væntanleg fyrir vafra á næstunni. Spjallhausarnir eru einnig mættir á iPad.

Facebook fyrir iPad

Facebook fyrir iPad

 

Það er nokkuð ljóst að Facebook leggur mikla áherslu á snjalltæki þessa dagana því nýlega kom út appið Facebook Home fyrir Android sem gerir Facebook að miðpunkti heimaskjásins og leggur meiri áherslu á fólk en öpp. HTC First verður svo fyrsta símtækið sem kemur uppsett með Facebook home, en síminn er fáanlegur í Bandaríkjunum. Apple tæki munu líklega aldrei fá Facebook Home vegna þess að iOS er mun lokaðra stýrikerfi en Android. Facebook appið sem kom út í dag fyrir iOS er ágætis málamiðlun fyrir iPhone og iPad notendur sem gerðu sér vonir um að fá Facebook Home, þar sem það nýtir sér ýmsa af eiginleikum Home.

Hægt er að sækja Facebook appið í iTunes store.

Sækja Facebook fyrir iOS