Tímamót hjá Opera

Opera vafrinn eins og svo margir kannast við, en fáir nota, hefur verið tekinn í gegn og keyrir hann nú WebKit, sem hingað til hefur verið notað af Android vafranum, Google Chrome og Safari frá Apple. WebKit er þýðari sem er notaður til að birta efnið sem kemur upp þegar heimasíður eru opnaðar. Við þetta er Opera að leggja til hliðar sinn eiginn þýðara sem ber nafnið Presto sem hefur verið í notkun frá 2003 og var gefinn út með Opera 7 og hefur verið notað í allar útgáfur Opera síðan.

[youtube id=”9wtrZ-Ovtq0″ width=”600″ height=”350″]

Í almennri virkni á Opera vafranum þá virðast heimasíður virka mjög álíka og þekkist í Chrome og er hann frekar snöggur og þýður í vinnslu. Það sem ber útaf í Opera umfram Chrome er sá valmöguleiki að setja hann í „Off-Road Mode“. Þar notast Opera við sína eigin vefþjóna sem millilið, sem taka þær heimasíður sem beðið er um og hún meðhöndluð til að minnka myndir og annað efni á síðum sem sóttar eru. Þetta á að flýta fyrir að síður opnist í Opera fyrir snjallsíma en einnig sparar þetta gagnamagn sem sótt er þegar síður eru opnaðar.

Opera Beta er hægt að sækja á Google Play