Skrímsli átu íbúðina mína – Monsters Ate My Condo

Skrímslin eru brjáluð! Þau hafa fengið gjörsamlega nóg og sætta sig við ekkert nema algjöra eyðingu borga heimsins.
Leikurinn er framleiddur af Adult Swim stúdíóinu sem margir ættu að þekkja fyrir þætti á borð við Robot Chicken, Metalocolypse og Aqua Teen Hungerforce. Aðalatriðið í leiknum er að ná að para saman þremur íbúðum af sama lit. Til að ná litunum saman þarf að henda öðrum íbúðum í skrímslin og helst láta litinn passa við viðkomandi skrímsli.6

Íbúðirnar eru bláar, gular, grænar og rauðar auk ólitaðra íbúða sem veita auka bónusa sem láta skrímslin nota krafta sína. Kraftarnar trufla þau og gefur spilandanum tíma til þess að lagfæra blokkina. Ef vitlausum lit er hent í skrímslin reiðast þau, ef það er gert of oft brjálast þau og byrja að skemma undirstöður blokkarinnar sem  veldur því að hún hrynur. Með því að sameina rétta liti meðan skrímslin eru við blokkina hverfa þau og annað skrímsli í öðrum lit mætir á svæðið.

Mikilvægt er að vanda hreyfingar með fingrinum þegar verið er að fleygja íbúðum úr turninum, hægar hreyfingar valda því að turninn verður óstöðugur og þá hrynur allt.

[youtube id=”u2bDPAAqsZM” width=”600″ height=”350″]

Monsters Ate My Condo er ávanabindandi leikur með hraðri tónlist, blikkandi ljósum og hröðum takti.

Leikurinn hefur tvær spilunaleiðir:

Endless Mode: Skrímslin halda áfram að koma og rústa blokkinni þinni. Þú, vísifingurinn þinn og endalausar íbúðir.

Time Mode: Þú, vísifingurinn, skrímslin, íbúðirnar og klukka.

Önnur útgáfa af leiknum er einnig til sem heitir Super Monsters ate my Condo.

Leikurinn er alveg eins og MAMC nema að núna er búið að búta hann niður og notandinn er verðlaunaður með peningum eftir því hvernig honum gengur. Peninganna getur hann svo notað til hjálpa sér að komast áfram í borðunum. Í nýja leiknum fer Adult Swim eftir aðferðum Valve (Team Fortress 2, Portal) og er hægt að kaupa..hatta! Þrír hattar fyrir skrímslin fjögur sem margfalda stig notendans. Það er einnig hægt að kaupa boostera fyrir alvöru peninga.

Notandinn hefur 2 mínútur til að klára hvert borð, en hægt er að lengja tímann með boosterunum. Eftir að borðið klárast fær spilarinn að snúa hjóli þar sem hægt er að vinna einhverja boostera. Nýjum íbúðum er bætt við þennan leik sem og eiginleikum leiksins breytt til að þeir virki betur. Þessi útgáfa leiksins er hraðari og nýju eiginleikaleiksins gera hann talsvert skemmtilegri. Það sem fer þó mest í taugarnar á mér við þessa útgáfu er hvernig notandinn getur að borgað með alvöru peningum til að ganga betur.

 

Monster Ate My Condo iPhone

Super Monsters Ate My Condo iPhone