Samsung Galaxy S4

Allt sem þú þarft að vita um Samsung Galaxy S4 – myndband

Nýr Samsung Galaxy S4 var kynntur í síðustu viku og er væntanlegur í apríl 2013. Helstu eiginleikar símans eru eftirfarandi:

  • Átta kjarna 1,6GHz Exynos 5 örgjörvi
  • 5″ skjár með 1080×1920 skjáupplausn (441 ppi)
  • 13MP myndavél á bakhlið og 2MP á framhlið
  • 2GB RAM
  • 16/32/64 GB geymslurými
  • microSD kortarauf (allt að 64GB)
  • 4G stuðningur
  • Li-Ion 2600 mAh rafhlaða
  • Android 4.2.2 (Jelly Bean)

Það vakti mikla athygli að Samsung eyddi meginpart kynningarinnar í það að setja upp einskonar Broadway leiksýningu til þess að sýna hvernig síminn nýtist í daglegu lífi. Myndbandið hér að sýnir svart á hvítu allt sem þú þarft að vita um Samsung Galaxy S4 án allrar tilgerðar.

[youtube id=”2LHv1FPd1Ec” width=”600″ height=”350″]