Google Keep – Minnismiðar og glósur í skýinu

Orðrómar um að Google hafi ætlað að setja í loftið minnismiða- eða glósuapp hafa lengi verið á kreiki. Nýlega birtist þjónusta sem kallast Google Keep í stutta stund á Google Drive, en henni var kippt út nánast samstundis. Google kynnti nú fyrir stuttu þessa nýju þjónustu með bloggfærslu og myndbandi.

[youtube id=”UbvkHEDvw-o” width=”600″ height=”350″]

Google Keep er mjög einfalt. Þar er hægt að sjá alla þá minnismiða sem maður er með virka, bæta inn nýjum og henda þeim sem maður þarf ekki lengur. Tvær tegundir eru af minnismiðum; textamiðar og tékklistamiðar. Hægt er að skrifa texta á miðana, taka mynd eða nota raddgreiningu Google til þess að skrifa á miðann fyrir sig. Eins og stendur virkar bara bandarísk enska, en þar sem íslenska er studd af Google raddlyklaborðinu mun stuðningur fyrir hana eflaust bætast við fljótlega. Það er hægt að velja milli 8 lita fyrir minnismiðana og því hægt að koma upp kerfi. Appið syncar svo við Google Drive og er hægt að nálgast minnismiðana á drive.google.com/keep.

simon-google-keep-app1

Hægt er að lita minnismiðana í 8 mismunandi litum og nota raddgreini til þess að láta appið skrifa.

Fyrir þá sem eru með Android 4.2 er hægt að bæta Google Keep beint á læsiskjáinn með skjátæki (e. lock screen widget) og gera nýja minnismiða án þess að aflæsa símanum.

simon-google-keep-app2

Það er hægt að merkja við í listunum og setja appið sem skjátæki (e. widget) á læsiskjáinn.

Það er tími tilkominn að Google gefi út almennilegt minnismiðaapp og eru þeir greinilega að fara í beina samkeppni við aðrar þjónustur eins og Evernote. Samkvæmt myndbandinu á að vera hægt að deila minnismiðum með öðrum og vinna saman í þeim, en við gerð þessarar greinar er þjónustan búin að vera í loftinu í um 30 mínútur og því virkar ekki allt sem skyldi, eins og til dæmis að deila greinum eða vinna með þær á Google Drive.

Eins og stendur er Google Keep eingöngu komið út á Android og sem viðbót við Google Drive.

simon-google-keep-desktop2

Google Keep er viðbót við Google Drive.

Nálgast má Google Keep á og á Google Drive.