Candy Crush – Sykursýki í símanum
Candy crush er klassískur púslu leikur. Mismunandi takmörk eru í hverju borði, hvort sem það er að hreinsa ákveðna reiti, koma einhverjum hlutum út af borðinu eða safna eins mörgum stigum og mögulegt er á ákveðnum tíma. Notandinn nær því í gegn með því að raða saman þremur eða fleiri skærlituðum nammibitum. Leikurinn kom út fyrir um það bil ári á Facebook og iOS og er arftaki hásætisins um mest spilaða farsímaleik heims, Draw Something. Það hafði haldið harðri hendi lengi eða þar til Zynga gerði í brók með óvinsælum ákvörðunum.
Leikurinn inniheldur 245 sykurfylltborð sem ætti að halda notenandum óviðræðuhæfum í einhverja stund, eða þar til hann klárar lífin sín 5 og þarf að bíða í einhvern tíma eftir að þau endurhlaðist. Notandinn getur líka keypt sér nokkur auka líf fyrir alvöru peninga.
Með því að ná þremur nammibitum í röð hverfa þær, með því að ná fjórum í röð verður til ofurnammi eða einskonar plast innpakkað nammi sem springur. Ef þér tekst hinsvegar að ná fimm saman verður til ofurnammi sem getur eytt út ákveðinni sort af nammi.
[youtube id=”CWQHEqS9-vQ” width=”600″ height=”350″]
Leikurinn er ekta fríleikur þar sem hægt er að kaupa ýmislegt fyrir alvöru pening til þess að auka við leikinn.
Hægt er að versla hina og þessa krafta sem hjálpa notandanum að ná fram einhverjum af takmörkum leiksins og allar eru lausnirnar smekkfullar og sykurhúðaðar af skammvinnum lausnum til að ná hærri stigum en vinir þínir. Þú getur keppst við vinin þína sem eru að spila á Facebook, Android eða iOS. Það er einnig hægt að spila leikinn í friði án Facebook tengingar, en það gerir biðina milli lífa lengri, en hentar þó vel fyrir salernisferðir eða á sjaldförnum göngutúrum um götum bæjarins.
Þessi leikur er hin fínasta tímaeyðsla,
notandinn þarf bara að vera viss um að litlar hendur séu ekki að komast í leikinn og að versla sér aðstoð við að komast áfram í leiknum. Þolinmæði þrautir vinnur allar, passið ykkur bara að vera ekki pirrandi á Facebook að biðja um aukalíf.
Trackbacks & Pingbacks
[…] er ómögulegt að segja til um hvaða öpp eða leikir slá í gegn. Candy Crush sló gjörsamlega í gegn á Facebook og í snjalltækjum, þrátt fyrir að formúlan væri ekki […]
Comments are closed.