Boltagáttin – nýtt íslenskt app

Það eru þó nokkrir íþróttafíklar hér á Símon sem hafa mjög gaman af því að fylgjast með fréttum af íslenska og enska boltanum. Þetta hefur svo sem ekki verið erfitt á Windows Phone símum þar sem snjallsímaútgáfur af  íslensku boltasíðunum koma ágætlega út í Internet Explorer. Kostirnir við það að hafa sérstakt App eru hins vegar þeir að þá er hægt að sjá allar fréttirnar á einum stað… og nú er það hægt.

Boltagáttin er nýtt íslenskt app sem sýnir fréttir af íslenskum miðlum og fyrstu prófanir okkar benda til þess að hér sé frábært app á ferðinni. Boltagáttin veitir notendum nýjustu fréttirnar af fotbolti.net, mbl.is, visir.is, 433.is og ruv.is. Samkvæmt hönnuði þá munu fleiri miðlar bætast í hópinn fljótlega.

1    3    4    5

Þegar notandi ræsir appið í fyrsta sinn er valið frá hvaða miðli fréttir berast en einfalt er að breyta þessum stillingum hvenær sem er. Fréttirnar eru birtar eftir fréttaflokkum, t.d. almennar fréttir af fótbolta, enski, meistaradeildin en mismunandi er eftir fréttaveitunni hvaða fréttaflokkar birtast.

Til að Live Tiles virki sem best er best að nota “festa á upphafssíðu” (pin to start) beint úr appi til að fá lifandi myndir úr nýjustu fréttunum á heimaskjá símanns.

 

Hér er hægt að sækja Boltagáttina