Uppfærsla fyrir Galaxy S2 er kominn til Íslands
Núna eftir miðnætti byrjaði Samsung að rúlla út Jellybean fyrir Galaxy S2 hér á Íslandi. Til þess að uppfæra símann í 4.1.2 þá verður að tengja símann við Kies. Ekki er hægt að uppfæra símann yfir netið þar sem þessi uppfærsla mun þurfa að endurstilla geimslurýmið á símanum. Til þess að fá þessa uppfærslu þá þarf að setja upp Kies hugbúnað frá Samsung en hann er hægt að finna hér.
Eftir að uppsetningu á hugbúnaðnum er lokið þá þarf að tengja símann við tölvuna og keyra af stað uppfærsluna í gegnum forritið.
Endilega látið okkur vita í athugasemdum hvernig ykkur gekk að uppfæra símann og hvernig ykkur finnst Samsung takast til með uppfærsluna.