NBA2k13 liðið mitt
Mér þykir fátt skemmtilegra en að spila NBA2k13 einn, á netinu eða með vinum mínum. Í nýjasta leiknum er gjaldmiðillsem kallast Virtual Credit eða VC.
Þessi gjaldeyrir er notaður til að gera leikmanninn þinn betri eða liðið sem þú spilar með á netinu. Ég klikkaði þó á þessu og notaði allan þann pening sem ég átti í að gera leikmanninn minn betri áður en ég áttaði mig á þessu. Þegar ég ætlaði að fara að spila á netinu og gera liðið mitt betra fór ég að pirra mig á því hversu lengi maður er að safna þessum peningum. Ég rakst þá á þetta app á heimasíðu leiksins. Hægt er að græða allt að 1.000 VC á hverjum degi.
Notandinn þarf að logga sig inn með NBA2k13 aðganginum þegar maður kveikir á appinu.
Þegar komið er inn í það er boðið upp á þrjá valmöguleika.
MyCareer: Inni í þessum valmöguleika eru 11 undirmöguleikar.
10 mini leikir þar sem hægt er að vinna inn VC og “krafta” sem hægt er að nota á liðið sitt þegar spilað er á netinu.
Vinningarnir eru misgóðir eftir leikjunum og árangrinum
Team Loyality: Eftir að hafa spilað eitthvað með leikmanninum þínum færðu spurningar um liðið þitt. Þrjár spurningar.
Autograph Signing: Þú hefur X tíma og þarft að reyna að ná að gefa sem flestum eiginhandaráritun.
History of the Game: Fimm spurningar um sögu NBA
Film Study: Þú horfir á sókn spilaða og þarft svo að endurgera hana.
Mini-Bowl: Keila með fyrirstöðum
Trick Shot: Þú raðar upp mismunandi hlutum til þess að fá boltann til að fara ofan í.
Team Defense: þú raðar upp mönnunum þínum til að stoppa sóknina, þú hallar símanum þínum til að fá þá til að fara í rétta átt.
Shootaround: Þú skítur boltanum í átt að körfunni og reynir að ná bónus stjörnunum sem eru þar.
Free Throw Practice: Þú skýtur körfuboltum, keilukúlum og strandboltum að körfunni.
Dribble Course: Þú þarft að láta leikmanninn fara rétta leið án þess að rekast í ósýnilegu keilurnar. Þú færð þó að sjá hvar þær eru áður en þær hverfa.
MyStats: Tölfræðina fyrir leikmanninn þinn. Færð ekkert úr þessu, bara gaman að geta séð þetta eða sýnt öðrum. Ekki að ég hafi prófað það….ennþá.
[youtube id=”jNDxY9poXL0″ width=”600″ height=”350″]
My Team: Hérna geturu skoðað liðið þitt og stillt því upp og spilað leiki þar sem notast er við eiginleika leikmannanna sem þú hefur leyst út í leiknum sjálfum.
2k News: Hægt að fylgjast með fréttum úr leiknum.
Appið er frítt og til fyrir og iPhone síma sem og iPad