Geymslupláss – Windows vs. Apple
Verð á harðdiskum hefur lækkað mikið per GB síðustu árin og í dag geturðu fengið 3Tb disk á undir 30.000 ( Tölvutek 13.02.2013 ). Þessi mikla stærð, á þessu verði var óhugsandi fyrir ekki svo mörgum árum og hefur hröð þróunn hefur gert það að verkum að margir spá lítið í því þó svo að stýrikerfið taki alltaf x GB af diskum þegar þeir eru forsniðnir (format).
Símon fór á stúfana eftir að Microsoft Surface RT og Pro vélarnar frá Microsoft fengu nokkuð harða gagnrýni útaf „litlu“ geymsluplássi sem notandi hefur aðgang að þegar vélin er ný. Þessi gagnrýnin hefur oft endað á þá leið að uppsett Windows stýrikerfi sé miklu plássfrekara en OSx frá Apple.
Tæknimenn Símon lögðust því í töluverða rannsóknarvinnu og prófanir, bæði á Apple og Windows. Símon átti einnig í samskiptum við Ed Bott greinarhöfund ZDNet sem hefur gengið í gegnum svipaðar hugleiðingar í greinarskrifum sínum.
Svona sést munur milli Windows og Apple:
Hér er 1Tb diskur tengdur við Apple vél
OSx segir að diskurinn geti hýst 996 GB þegar diskurinn hefur verið forsniðin.
Hér er sami diskur tengdur við Windows tölvu
Stýrikerfið segist „bara“ hafa 931.51 GB laus…
Svolítið furðulegt að 64,5 GB hverfi einfaldlega við að tengja diskinn við Windows tölvu…
Útskýringin er í raun og veru mjög einföld því Windows notar Binary (base 2) „útreikninga“ meðan Apple notar decimal (base 10) til að útskýra og sýna stærðir. Plássið sem er til ráðstöfunar er því það sama, bara misjafnar aðferðir við að reikna það út.
Binary: 1 GB er samtals 1.073.741.824 bytes
Decimal: 1 GB er samtals 1.000.000.000 bytes
Með mikilli einföldun er því 1 GB í Apple bara 0.93 GB í Windows en Apple breytti aðferðum sínum í Ágúst 2009 með tilkomu Snow Leopard 10.6 eins og sést hér.
Hvað þýðir þetta fyrir okkur neytendur?
Ef Símon umreiknar aðferðina sem Windows notar (Binary) yfir í sömu aðferð og Apple notar (Decimal) þá sést hversu mikilvægt að er horfa ekki bara á GB.
Í þessu dæmi hér að neðan eru bornar saman tvær vélar, nýr 128GB Surface PRO og 128GB Macbook Air. Við losum okkur við Recovery partition af Surface Pro til að gera samanburðin raunhæfan með þessum leiðbeiningum þar sem recovery partition er ekki á harðdiski á Macbook Air.
Hér sjáum við einfalda töflu í Decimal sem sýnir laust pláss á þessum vélum (þegar Recovery er fjarlægt af Surface)
Samkvæmt þessu þá er um 83,4% af auglýstu plássi á Macbokk Air laust og um 81,8% á Surface Pro (75.2% með recovery).
Niðurstaða
Símon ætlar svo sem ekki að leggja dóm á hvor aðferðin (Binary vs Decimal) sé réttari eða betri. Báðar aðferðirnar eru jafn réttar þó að þær gefi mismunandi niðurstöðu en líklegt er að Microsoft breyti þessu fljótlega þar sem Windows 8 öpp (áður Metro/Modern) sýna flest diskastærð í Decimal.
Myndir og tölfræði birt með góðfúslegu leyfi frá Ed Bott og ZDNet
Trackbacks & Pingbacks
[…] gær var birtur smá pistill á Simon sem heitir “Geymslupláss – Windows vs. Apple” sem hefur kostað útskýringar og frekari pælingar hjá mér. Mér fannst ég ekki geta haft […]
Comments are closed.