Galaxy S IV 14.mars

Samsung mun núna 14.mars tilkynna nýjar vörur á sérstökum atburði. Við getum öll verið viss um að þeir muni uppfæra flaggskipið sitt og gefa út Galaxy S IV. Sagt hefur verið að Samsung muni með Galaxy S IV halda áfram að leggja áherslu á  eiginleika framyfir öflugt innvols.

Samsung hefur staðið sig vel í að halda öllum upplýsingum um nýja Galaxy símann þétt að sér. Heimildir segja að stökkið milli SIII og S IV muni verða talsvert stærra en stökkið milli SII og SIII var.

Þær upplýsingar sem spámenn hafa þó reynt að setja saman um símann eru:

  • Nýr 1,8 GHz átta kjarna örgjörvi (Exynos) frá Samsung
  • Skjárinn verður aðeins stærri, eða fimm tommur
  • Myndavélin verður 13 megapixla
  • Stýrikerfið verður líklega Android 4.2.1 Jelly Bean og mögulega næsta útgáfa af Android (Key Lime Pie)
  • Stuðningur fyrir 4G samband

Ekkert af þessu er þó staðfest þar sem eins og kom fram áðan Samsung hefur staðið sig mjög vel í að halda upplýsingunum leyndum.

Við bíðum því spennt eftir að fá meiri upplýsingar um S IV sem og aðrar nýjar vörur frá Samsung, 14.mars.

p.s. Galaxy Siv? Það er skemmtilegt og norrænt.

Heimildir:

Verge, Technorati, Techradar

1 reply

Trackbacks & Pingbacks

  1. […] styttist óðum í að Samsung Galaxy S IV verði tilkynntur en við höfum heyrt einhverja orðróma um hvað síminn muni innihalda. Við erum mjög spennt að fá meiri upplýsingar um þetta […]

Comments are closed.