Windows Phone 7.8

Nú styttist í að flest Windows Phone 7 símtæki fái uppfærslu, sem verður líklega síðasta stóra uppfærslan fyrir útgáfu 7. Það voru margir WP7 notendur óánægðir þegar fréttir bárust af því að WP8 muni ekki koma til með að ganga á WP7 símtækin. Þessi óánægja er nokkuð skiljanleg en að sama skapi skiljanleg ákvörðun hjá Microsoft þar sem vélbúnaðurinn á eldri símum keyrir WP8 illa eða alls ekki.

Microsoft byrjaði að rúlla út þessari útgáfu í lok síðasta árs og reikna fréttamiðlar almennt með að þessi útgáfa verði aðgengileg hér á Íslandi þann 31. janúar. Eigendur WP7 síma eru því hvattir til þess að fylgjast með því hvort að uppfærslan detti inn í Zune í kringum mánaðarmótin.

Mynd af Gsmarena

Mynd af Gsmarena

 

Það eru margar undirliggjandi breytingar í þessari uppfærslu en þessar koma notendur til með að sjá

  • Nýr ræsiskjár með nýju Microsoft logo, eins og á WP8
  • Nýr heimaskjár þar sem hægt er að velja um 3 stærðir af lifandi reitum
  • Innbyggð forrit eins og Xbox Games, Office og Store fá uppfærslu, útlit og logo samræmt við WP8.
  • 20 nýjir þema litir í stað þeirra 10 sem eru fyrir
  • WP7 fær svipaðan læsiskjá og er í WP8 sem leyfir nú Bing skjáhvílu og vonandi möguleika á uppfærslum frá forritum.
  • Nokia Network+ stillingar komnar úr WP8 en þetta gefur notendum meiri sveigjanleika ásamt því að einfallt er að stilla áframsendingu símtala, símtalabið og SMS stillingar.
  • Einnig er vitað um nokkrar breytingar sem eru bundnar við Nokia síma eins og t.d. Blátannar samþættingu á margmiðlunarefni (sem er ekki DRM varið)
  • Möguleika á að vinna með og breyta hringtónum
  • Einfalt að færa tengiliði milli símtækja

 

Þetta er ekki tæmandi upptalning en ljóst er að margir bíða þessari uppfærslu með mikilli tilhlökkun