Vine – Nýtt video app frá Twitter

Á dögunum gat Twitter út appið Vine. Twitter vonar að Vine geri það sama fyrir myndbandsupptöku og instagram gerði fyrir ljósmyndun. Vine gengur út að taka upp 6 sekúndna myndband og deila því með vinum þínum á Vine. Hægt er að deila myndbandinu á Twitter og Facebook og auðvitað er #hashtag í boði.

Myndbrotin sem maður sér eru álíka og gif myndirnar sem flestir kannast við, þau spilast sjálfkrafa með endurtekningu. Sjálfkrafa er slökt á hljóði þannig að auðvelt er að skima yfir fjöldan af myndböndum og virkja svo hljóðið á þeim sem maður vill. Myndböndin eru tekin þannig að maður ýtir á skjáinn og þá tekur síminn upp. Ef maður sleppir takkanum stoppar upptakan og byrjar aftur þegar maður snertir skjáinn á ný.

Vine er eingöngu til fyrir iOS eins og er. Framleiðandinn segir að appið verði í boði á fleiri stýrikerfum innan skamms. Appið má nálgast hér.

2 replies

Trackbacks & Pingbacks

  1. […] Vine, vinsælasta iPhone appið er loksins komið á Android! […]

  2. […] auglýst appið að neinu leyti fyrir notendur síðan  það var gefið út fyrir um það bil tveimur og hálfum mánuði síðan. Það þýðir að notkun og vinsældir þess hefur verið eingöngu út á umfjallanir vefmiðla […]

Comments are closed.