Á dögunum gat Twitter út appið Vine. Twitter vonar að Vine geri það sama fyrir myndbandsupptöku og instagram gerði fyrir ljósmyndun. Vine gengur út að taka upp 6 sekúndna myndband og deila því með vinum þínum á Vine. Hægt er að deila myndbandinu á Twitter og Facebook og auðvitað er #hashtag í boði.
Myndbrotin sem maður sér eru álíka og gif myndirnar sem flestir kannast við, þau spilast sjálfkrafa með endurtekningu. Sjálfkrafa er slökt á hljóði þannig að auðvelt er að skima yfir fjöldan af myndböndum og virkja svo hljóðið á þeim sem maður vill. Myndböndin eru tekin þannig að maður ýtir á skjáinn og þá tekur síminn upp. Ef maður sleppir takkanum stoppar upptakan og byrjar aftur þegar maður snertir skjáinn á ný.
#simonpunkturis vine.co/v/bJ1qHwp5xTV
— Andri Valur Ivarsson (@andrivalur) January 28, 2013
Vine er eingöngu til fyrir iOS eins og er. Framleiðandinn segir að appið verði í boði á fleiri stýrikerfum innan skamms. Appið má nálgast hér.
2 Comments »