Pebble – Besti vinur snjallsímans

Pebble snjallsímaúrin fóru í dreifingu í gær, 24. janúar. Fyrstu einstaklingarnir sem fá þessi úr í hendurnar eru þeir sem studdu við bakið á þróun á þeim á síðunni Kickstarter. Pebble úrin slóu þar í gegn á seinasta ári og náðu að safna met fé upp á $10.266.845 sem gera yfir 1.3 milljarða króna. Nú er svo komið að framleiðslugetan til að byrja með verður um þúsund úr á dag og mun framleiðslan vera aukinn á næstu dögum í yfir 2400 úr á dag. Fyrir áhugasama þá mun það taka nokkra mánuði áður en fyllt verður upp í allar núverandi pantanir og því nokkur bið eftir eintaki ef pantað er í dag.

Hér er kynningarmyndbandið sem sló svona í gegn á kickstarter og fyrri umfjöllun okkar um Pebble er að finna hérna þegar simon.is fjallaði um úrin fyrst í apríl 2012.

[youtube id=”PM0lBXCTkxA” width=”600″ height=”350″]

Hægt verður að notast við úrið við helstu snjallsímana í dag en nú þegar er stuðningur kominn við Android og iOS hugbúnaðurinn bíður eftir samþykki Apple.