Myndaleit Google tekur stakkaskiptum
Myndaleit Google fékk nýtt útlit og meiri virkni í dag. Uppfærslan kemur aðalega fram í niðurstöðum myndaleitarinnar en nú mun vera hægt að renna í gegnum forskoðun á myndunum án þess að fara á heimasíðu tiltekinnar myndar. Einnig er búið að bæta við flýtitökkum á lyklaborði við leitina þannig að hægt er að notast við vinstri og hægri örva takka til að renna í gegnum myndirnar.
Mynd segir meira en þúsund orð, smellið ykkur á myndaleit Google og athugið hvernig nýja útlitið og virknin er að virka.