Microsoft Surface – Endurheimta pláss á harðdisk

Microsoft kynnti nýlega til sögunar nýjar og glæsilegar tölvur sem hafa vakið mikla athygli og heita þær Microsoft Surface. Eins og er þá koma þessar vélar í tveimur útgáfum, Microsoft Surface RT og Microsoft Surface PRO ( sem er væntanleg 9. febrúar). Símon á eftir að fjalla ýtarlega um þessar vélar á komandi dögum og vikum samhliða því að útbúa leiðbeiningar sem vonandi létta notendum lífið.

Sem dæmi hefur verið bent á að nothæft geymslupláss á 64Gb útgáfunni af Surface PRO sé einungis 26Gb laus fyrir notendur. Þetta er vegna þess Microsoft ákvað að halda öllum skrám sem notandi þarf til setja tölvuna upp aftur á harðadisknum sem eðlilega tekur mikið pláss frá notendanum. Bent hefur verið á að þess vegna sé hægt að kaupa 128Gb vél ásamt því að ódýrt sé að bæta við 64GB SD korti til að bæta upp fyrir þetta en það er til önnur leið sem kostar enn minna.

Microsoft-Surface-Tablet-display

Það fæst aukið pláss með því að færa recovery skrár yfir á USB lykil með þessum einföldu skrefum hér að neðan, en eftir töluverðu plássi er að slæðast. Ef þetta er gert á Microsoft Surface RT þá fær notandinn til dæmis um 3.5GB til baka. Í dag er ekki vitað hversu mikið pláss næst að endurheimta á Surface PRO, en samkvæmt netmiðlum má áætla allt að 10Gb.

Svona framkvæmir þú þetta:

Til að byrja með þarftu að hafa USB lykil sem er a.m.k. 4Gb fyrir RT útgáfuna, og 8Gb fyrir Pro.

Á heimaskjá skrifa notandi einfaldlega  “Create a recovery”  og smellir á “Settings” (hægra megin á skjá) og þar næst smellir hann á  “Create a recovery drive”.

Screenshot (5)

Síðan fylgir þú einföldum leiðbeiningum sem þar koma fram, og þegar afritun á USB kubb er lokið, þá býður forritið þér að eyða endurheimtunarhluta harðdisksins (recovery partion), sem er tilgangurinn með þessu ferli.

Ef þú þarft síðan að setja Surface upp með USB lyklinum þá slekkur þú á vélinni. Heldur inni volume – og kveikir á tölvunni og fylgir leiðbeiningum sem þar koma.

Ýtarupplýsingar eru að finna hér fyrir

Microsoft hefur nokkra möguleika til að leysa þetta “vandamál”

  1. Setja recovery image á skýið (skydrive) sem notandi hleður niður við enduruppsetningu, svipað og hjá Apple.
  2. Setja recovery image á USB kubb sem fylgir með þegar þú kaupir nýja vél
  3. Hafa þetta óbreytt en leiðbeina notendum um hverig hægt er a endurheimta plássð (eins og við gerum hér)

Við hjá Simon höfum rökrætt þetta okkar á milli og eru skiptar skoðanir um málið. Ég sjálfur mundi helst vilja fá uppsetningarskrá (recovery image) á skýið, en hafa samt möguleika á því að setja uppsetningarskránna á USB eins og sýnt er hér að ofan.

Ég held reyndar að fæstir eigi eftir a lenda í pláss vandamáli en ef það gerist þá kunna þeir allavega að losa um pláss eftir þennan lestur.

 

4 replies

Trackbacks & Pingbacks

  1. […] Notaðar verða leiðbeiningar af Simon.is um hvernig recovery er fjarlægt en hægt er að finna þær hér. Að mínu mati á fullt recovery ekki heima á harða disknum, bæði útaf plássi sem það […]

  2. […] Við losum okkur við Recovery partition af Surface Pro til að gera samanburðin raunhæfan með þessum leiðbeiningum þar sem recovery partition er ekki á harðdiski á Macbook […]

  3. […] Við losum okkur við Recovery partition af Surface PRO til að gera samanburðin raunhæfan með þessum leiðbeiningum þar sem recovery partition er ekki á harðdiski á Macbook […]

  4. […] Símon bendir lesendum á nýlegar leiðbeiningar um hvernig endurheimta megi meira pláss á Surface vélunum sem finna má hér. […]

Comments are closed.