Færðu Instagram myndir á Flickr

Instagram breytti nýlega notendaskilmálum eins og Símon greindi frá og hafa margir notendur fært sig og sínar myndir yfir á aðrar þjónustur í kjölfarið. Ein af þeim þjónustum sem við hjá Simon erum sérstaklega hrifin af er Flickr sem er í eigu tæknirisans Yahoo. Við spurðum á Facebook síðu Símon hvort að notendur væru enn að nota Instagram þrátt fyrir skilmálabreytingarnar og það virðist sem flestir séu nokkuð sáttir með þjónustuna.

Flickr fyrir iPhone

Á vefsíðunni Free the photos býðst notendum að skrá sig inn á bæði Instagram og Flickr og færa svo allar Instagram myndir sínar yfir á Flickr þjónustuna með einum smell.

Það sem Flickr hefur fram yfir Instagram er að þar er hægt að hlaða upp myndum í betri gæðum, mörgum myndum í einu, breyta eiginleikum eins og colour, brightness og saturation svo eitthvað sé nefnt. Birting mynda á fréttaveitu (e. newsfeed) Flickr er ekki ósvipuð og á Instagram. Munurinn er sá að í stað þess að sjá eina mynd í einu frá hverjum notanda birtast allar nýjustu myndirnar hans. Flickr appið býður svo að sjálfsögðu upp á svipaða filtera og Instagram notendur kannast við.

Það er því óhætt að mæla með nýja Flickr appinu og fyrir þá sem vilja færa allar Instagram myndirnar sínar yfir á Flickr bendum við á Free the photos.

 

Instagram á iOS

Flickr á Windows Phone

Flickr á iOS