Veist þú hver er að hringja?

[youtube id=”YuvN0yrsGZc” width=”600″ height=”350″]

 

Fyrr á árinu fjölluðum við um Ja.is fyrir Iphone síma.

Já.is, 118 gáfu út þriðja útgáfu  fyrir Android  og Symbian síma janúar 2011 sem leitar í gagnagrunni Já.is að upplýsingum um þá sem eru að hringja í þig. Appið er mjög þægilegt í notkun þar sem nóg er að opna forritið eftir að því hefur verið niðurhalað og samþykja skilmála svo að það verði virkt .Forritið er frítt fyrsta mánuðinn til reynslu en kostar eftir það 149 krónur á mánuði og er dregið af símareikning/inneign. Til þess að hætta að vera rukkuð um notkun á appinu þarf að henda því eftir einn mánuð svo að það gjaldfæri ekki sjálfkrafa notandann þegar einhver hringir í hann. Notandinn getur alltaf opnað forritið og séð lista yfir þá sem hafa hringt í hann og upplýsingar um númerið ef þær eru skráðar hjá Já.is.

 

Kostir Já.is er einstaklega þægilegt app þegar kemur að því að halda utan um númer og fá upplýsingar um þá sem eru að hringja í mann, ef notandinn er ekki með þær til staðar. Getur farið inn í Appið og vistað símanúmerið í símaskrána þína og þá borgaru ekki fyrir ef þetta númer hringir aftur í þig. Hægt er að nota appið eins og heimasíðuna og leita upp númer.

Gallar við Já.is eru hvað forritið getur oft verið lengi að sækja upplýsingar um þann sem hringir eða þá að sá sem hringir inn er ekki með númerið sitt skráð á já.is sem er náttúrulega ekki Já.is að kenna, en pirrandi engu að síður. Sumir símar eiga erfitt með að fletta upp þegar þeir eru á sleep og eru nálægt Wifi.

Appið er snilld og mælum við með því fyrir alla Android og Symbian notendur sem geta séð af 149 kr á mánuði fyrir það að fylla í upplýsingargöt símskránna sinna.

Nokkur Praktískt atriði tekin af ja.is um appið

  • Mobile útgáfan af slóðinni er mja.is/nb  – mun einfaldari innsláttur.
  • Nauðsynlegt er að 3G eða þráðlaust (wifi) net sé til staðar til þess að “Já í símann” virki á meðan á símtalinu stendur, oftast má sjá 3G tákn á skjánum í símtækinu.
  • Ef aðeins er 2G eða GPRS samband er númeri flett upp eftir símtal
  • Notendur með gömul símakort  gætu þurft að fá uppfærslu (nýtt) Símakort hjá sínu símafyrirtæki til þess að 3G netið virki sem best
  • Ef hringt er í þig úr erlendu númeri birtum við nafn landsins

 

1 reply

Trackbacks & Pingbacks

  1. […] út nýtt app. Já hafa nú þegar gefið út tvö öpp; Stjörnur.is og hið mjög þægilega Já í símann. Nýja appið þeirra er mjög einfalt: með því er hægt að hringja í 118. Það er ekki hægt […]

Comments are closed.