Google kynnir Project Glass

Það hefur lengi verið orðrómur um það að Google væri að þróa augmented reality gleraugu og fyrr í dag staðfesti Google þennan orðróm. Sett hefur verið upp Google Plus síða fyrir Project Glass. Gleraugun eru með áföstum, gagnsæjum skjá og myndavél. Þannig er hægt að fá gagnvirkar upplýsingar frá Googleþjónustum um það sem þú sérð í raunveruleikanum. Það er erfitt að útskýra þetta nánar og því bjó Google til ágætis kynningarmyndband sem sýnir ungan New York búa nota þau á flakki um borgina. Hvort þessi þjónusta kemur nokkurn tímann í sölu er erfitt að segja en hugmyndin er engu að síður mjög áhugaverð.