Uppfærsla fyrir Galaxy S3

Allir eigendur S3 síma fengu nýársglaðning í dag en nýrri uppfærslu hefur verið ýtt úr vör frá Samsung. Með henni koma athyglisverðar nýjungar en helst er að nefna að nú er hægt að hafa tvö forrit opin á sama tíma á skjánum. Hægt er að vafra á heimasíðum og skoða póstinn sem dæmi á tvískiptum skjánum. Þennan eiginleika var einungis að finna í Note línu Samsung áður en nú hefur S3 bæst í hópinn.

Þetta er ekki eina nýjunginn í þessari uppfærslu, en nú er hægt að sérsníða tilkynningarstikuna í símanum eftir eigin höfði og hafa bara þar þær flýtistillingar sem henta hverjum og einum notanda. Einnig er gallerí appið búið að fá hressingu og nýtt app birtist í símanum sem heitir “Paper Artist” en það er teikniforrit sem gaman er að dunda sér í.

Það eru tveir leiðir í boði til að uppfæra: þráðlaust í gegnum innbyggðu uppfærsluna (OTA) eða með því að tengja símann með USB snúru við tölvu og nota Kies forritið frá Samsung.

Kíkið endilega á myndböndin sem fylgja sem fara yfir nýjungarnar sem er að finna í símanum.

[youtube id=”6aM7kQ7sCRE” width=”600″ height=”350″]

[youtube id=”o7SEBepku-4″ width=”600″ height=”350″]

1 reply

Trackbacks & Pingbacks

  1. […] að horfa á myndband og á sama tíma spjallað á Facebook, en það er nú einnig í boði í nýrri uppfærsla fyrir SIII.  Seinni eiginleikinn eru gluggaútgáfur af nokkrum öppum. Hægt er að opna nokkur öpp í minni […]

Comments are closed.