Google+ uppfærsla! Bætir við 24 nýjungum

Það leið varla sólahringur frá því að Facebook gerði stóra lagfæringu á núverandi útgáfu af facebook fyrir Android þar til Google tilkynnti að þeir hafi gert stóra uppfærslu á Google öppum fyrir Android (útgáfa 3.3) og iOS ( útgáfa 4.0).

Samantekt á helstu nýjungunum í nýju appi fyrir G :

  • Google Samfélög (Communities)
  • Afritunartaka á ljósmyndum í fullri stærð (Allt að 5GB)
  • Velja tilkynningarskyldu fyrir hringi
  • Stuðningur fyrir mismunandi tímasvæði í Events
  • Prófílbreytingar
  • Sameina afmæliskveðjur tilkynningar vina með Google Now
  • Stuðningur við GIF hreyfimyndir
  • Stilla skapgerð með brosköllum
  • Skoða og opna Photospere myndir (Android 4.2)
  • Stuðningur við G valmynd á læsingarskjá

Helst er að nefna að hægt er að fá allt að 5 GB geymslupláss fyrir ljósmyndir í fullri stærð beint úr símanum, en ótakmörkuð afritunartaka á myndum í 2048px að stærð eins og áður var. En Photosphere myndir verður einungis hægt að búa til í símum sem keyra 4.2 en eldri útgáfur munu geta skoðað myndir gerðar með þessum hætti.

Samfélög (Communities) er viðbót sem var kynnt á sjálfri G þjónustunni í seinustu viku og nú er verið að víkka út stuðning við þessa nýjung í þessari útgáfu og nú er hægt stilla að fá tilkynningar ef nýjar færslur koma inn í samfélag sem þú skráir þig í en einnig skoða samfélögin beint í appinu. Google now leitin mun núna sýna kort sem minnir á afmæli vina í G og minnir þig á að senda kveðju.

 

Viðburðir (Events) er núna hægt að senda á vini í G en einnig hægt að senda hlekk á vini sem eru ekki í G til að láta vita af viðburðinum og þau geta látið vita hvort viðkomandi mæti. Google er búið að taka alla eiginleika sem finnast í G og gert betrumbætingar í þessari uppfærslu. Fyrir þá sem nota G þá er uppfærslan skylda en ef þú hefur enn ekki skráð þig og skoðað þessa þjónustu frá Google þá mælum við með því.

Náðu í Google appið fyrir eða iOS.