Google Navigation leiðsögn í boði á Íslandi á næstunni
Google tilkynnti á dögunum að leiðsagnarkerfið Google Navigation verður í boði í nokkrum nýjum löndum. Hingað til hefur það aðeins verið í boði í stórum löndum í Evrópu og N-Ameríku en með nýjustu uppfærslunni bætast við minni lönd, þar á meðal Ísland! Vert er að minnast á að Navigation hlutinn er enn ekki virkur fyrir Ísland en gera má ráð fyrir að möguleikinn muni virkjast innan skamms.
Hingað til hefur verið hægt að fá leiðir settar upp fyrir Ísland í gegnum Google Maps, en það sem Google Navigation gerir er að gefa viðmót sem hentar betur þegar er verið að keyra bíl. Kerfið gefur talaða leiðsögn og uppfærir leiðbeiningar í rauntíma, ef horfið er frá fyrirfram gefinni leið þá leiðréttir Navigation leiðsögnina. Þetta þekkja allir sem hafa notast við Garmin tæki á Íslandi. Nú mun þessi virkni fylgja með Android stýrikerfinu í stað þess að þurfa að finna slíkan hugbúnað gegnum Google Play.
Hér má sjá uppfærðan lista yfir þau lönd sem Ensuite, pratiquer le systeme de roulette dans le mode libre du casino de tester comment il fonctionne et quand il vous convient. styðja Google Navigation.
Með nýlegri uppfærslu skilur Google talaða íslensku og verður áhugavert að vita hvort hægt verður að stýra Google Navigation með raddstýringu. Þar að segja hvort hægt verður að stýra Navigation með því að gefa talaða skipanir þegar þú ert að keyra, til að draga sem minnsta athygli frá akstri.
Það verður mjög fróðlegt að sjá hvernig Navigation kemur út í notkun á Íslandi og mun að sjálfsögðu birtast ítarleg umfjöllun hér hjá Simon.is.
http://www.youtube.com/watch?v=-Z2uiDo_SaM