Google Maps fyrir iOS
Nú er ekki lengur ástæða til að benda á að notkun á kortalausn frá Apple sé mínus í kladdann fyrir notendur iPhone. Google kemur til bjargar Maps lausn sinni fyrir alla þá sem notast við iOS. Mikið hefur verið rætt og bent á að sú kortalausn sem Apple setti upp til að taka við af Google Maps, sem áður var notað af iOS kerfinu sjálfu, sé ófullkominn.
Núna nýlega varaði lögregla í Ástralíu iOS notendur við að notast við kortakerfið, en nokkur dæmi höfðu komið upp þar sem fólk hafði lent í hremmingum þar í landi með að reyða sig á kortalausnina frá Apple.
Samsung hefur ýtt af stað markaðsetningu þar sem gert er grín að þessum tilvikum þar í landi.
Þar er ekki skotið beint á Apple, en þar er augljóslega verið að gefa í skyn uppákomu, þar sem sex manns sem voru að ferðast um Ástralíu lentu í erfiðleikum og þurftu aðstoð lögreglu.
Við mælum með að allir sem hafa uppfært iPhone síma sína upp í iOS 6 að kíkja í App Store og sækja Google Maps.