Facebook fyrir Android loks nothæft?

Margir notendur Facebook hafa vitað það að notkun á appinu á Android hefur aldrei verið annað en ein stór bið eftir að fá upp fréttalínuna og hvað þá myndir. Nú geta Android notendur glaðst því Facebook var að setja út uppfærslu á Android appið sem gjörbreytir upplifun notenda. Uppfærslan er gríðarlega mikilvæg og færir útgáfuna yfir í 2.0. Facebook hefur lengi vitað af þessum galla í þjónustu við Android notendur, enda höfðu fregnir borist að sérstakt tækniborð hafi verið stofnað innanhúss hjá þeim til að hjálpa starfsmönnum þeirra í að skipta úr iOS yfir í Android síma. Einnig höfðu sögur borist að forriturum fyrirtækisins hafði verið skipað að nota Android síma til að þeir fyndu fyrir á eigin skinni hvað notendur væru að fara í gegnum.

Afraksturinn af þeirri vinnu hóf að skila sér í dag en nýja útgáfan hefur verið skrifað aftur upp frá grunni til að betrumbæta appið.

Það fyrsta sem notendur munu taka eftir er að fréttaveitan er margfalt sneggri að hlaðast inn.

Að opna myndir er einnig margfalt viðbragssneggra.

Einnig er mikill munur á hraða við að opna þína eigin tímalínu.

Við mælum með að allir uppfæri sem fyrst til að gera upplifunina á Android enn betri. Hægt er að stilla að app sem þessi uppfæri sig sjálfkrafa en hægt er að opna Play og athuga hvort uppfærslan sé fyrir hendi þar.

Facebook fyrir Android

 

 

1 reply

Trackbacks & Pingbacks

  1. […] varla sólahringur frá því að Facebook gerði stóra lagfæringu á núverandi útgáfu af facebook fyrir Android þar til Google tilkynnti að þeir hafi gert stóra uppfærslu á Google+ öppum fyrir Android […]

Comments are closed.