Samsung Galaxy S3 söluhæsti sími heims

Samsung Galaxy S3 var söluhæsti sími heims á seinasta ársfjórðung og hefur þar með velt iPhone úr toppsæti sínu. iPhone hefur verið söluhæsti síminn síðastliðin tvö ár og iPhone 4S söluhæstur af þeim. Margt getur útskýrt þetta, meðal annars  að iPhone aðdáendur hafi verið að bíða eftir útgáfu iPhone 5 og haldið aftur af sér að kaupa 4S. Frá júlí og fram í september seldi Samsung 18 milljón eintök af Galaxy S3 en Apple seldi 16,2 milljónir af iPhone 4S.

[youtube id=”bvB3msfJYdk” width=”600″ height=”350″]

Mjög líklegt er að Apple nái aftur toppsætinu með iPhone 5 sem er mest forpantaði iPhone síminn frá upphafi. Google er þó að gefa út nýjan Nexus síma núna í vikunni og frést hefur að síminn hafi selst upp hjá Google í mörgum löndum. LG Nexus 4 seldist upp á 50 mínútum í Bandaríkjunum, hálftíma í Bretlandi og á korteri í Þýskalandi. Við bíðum spennt eftir að Nexus 4 komi til Íslands og að sjá hvernig sölutölurnar verði á síðasta ársfjórðung sem inniheldur auðvitað sölusprengjuna sem er hátíð allra kristna manna.

 

Heimildir:

http://www.gizmodo.com.au/2012/11/google-nexus-4-sold-out-in-15-minutes-in-germany/

http://businesstoday.intoday.in/story/samsung-galaxy-s3-outsells-apple-iphone-in-q3/1/189755.html