Nýjungar í Google maps – Skoðaðu inn í hús nágrannans!

Það þekkja allir Google maps. Við notum það til þess að rata í óbyggðum Grafarholtsins, til þess að finna hótelið í útlöndum og til þess að gægjast um götur stórborga. Google hafa alltaf reynt að gefa okkur meira af því sem við viljum. Google maps byrjuðu á því að vera kort, fóru svo í það að verða gervnihattamyndir og þar næst yfir í ljósmyndir frá götunum. Google fóru með Street View neðansjávar og. Núna kynnir Google til leiks, Google House View!

Þú þarft ekki lengur að stoppa fyrir utan húsið í Street View, heldur geturðu farið beint inn í það. Þú getur kíkt beint inn á sætu stelpuna sem býr við hliðiná þér, athugað hvað klikkaði karlinn fyrir neðan sé í rauninni að gera eða hvað sé í gangi í Kringlunni. En afhverju að stoppa þar? Möguleikarnir eru óendanlegir! Þættir eins og MTV Cribs verða algjörlega óþarfir, nú getur þú kíkt beint inn í stofu hjá Leoncie eða Ásdísi Rán án þess að þurfa að kveikja á MTV. Þú getur skoðað bankann í þaula áður en þú rænir hann eða jafnvel fylgst með innbrotsþjófum á Arnarnesinu.

Google lætur ekki deigan síga og eru alltaf einu skrefi á undan. Hvað verður það næst? Google Microscope View?

[youtube id=”fBVDp5eBMhU” width=”600″ height=”350″]