Nokia götukort í iPhone
Á næstu vikum kemur á markað götukort frá Nokia fyrir iPhone og önnur iOS tæki.
Here eða “hérna” er nýtt nafn á kortaþjónustu Nokia. Þetta tilkynnti Nokia í gær og kynnti jafnframt áform sín um aukna útbreiðslu og notkun á kortagrunni fyrirtækisins. Eins og mörgum er kunnugt stendur Nokia framarlega þegar kemur að götukortum og vegaleiðsögn. Götukortin í Nokia símunum eru býsna góð og virka sérlega vel á Íslandi. Ekki skemmir fyrir að maður hleður hverju korti fyrir sig í símann og er því ekki háður því að vera í netsambandi við notkun kortsins, eins og raunin er í iPhone.
Nokia hyggst leggja áherslu á aukna útbreiðslu og notkun á kortagrunni sínum eins og áður kom fram. Ein leiðin til þess er að bjóða upp á kortin í fleiri stýrikerfum en nú er gert og fjölga þannig notendum. Það gengur ekkert sérlega vel að fjölga notendum Nokia síma svo fyrirtækið hefur þurft að skoða aðrar leiðir og þetta er niðurstaðan. Fyrsta skrefið er Here app sem kemur út á næstu vikum. Þá hyggst Nokia jafnframt gefa út sambærilegt app fyrir Andriod tæki. Mun það koma út snemma á næsta ári, 2013.
Trackbacks & Pingbacks
[…] sögðum frá því í síðustu viku að Nokia hyggðist á næstunni gefa út app fyrir iPhone og önnur iOS tæki […]
Comments are closed.