Microsoft Office í iPhone og Android

Samkvæmt nýjum fréttum úr tækniheiminum er það svo gott sem staðfest að Microsoft mun gefa út Office app fyrir iOS tæki (iPhone og iPad) og jafnframt fyrir Android tæki. Tæknisíðan The Verge sagði frá þessu fyrr í dag.

Mynd fengin af vefsíðu The Verge.

Um er að ræða frítt app þar sem hægt verður að skoða Word, Excel og PowerPoint skjöl. Þá verður væntanlega hægt að nota Office 365 áskrift til að breyta og vinna með skjöl í appinu. Office er stærsta tekjulind Microsoft og hér eru þeir greinilega að nálgast nýjan og ört stækkandi markað.

Samkvæmt heimildum TheVerge mun appið koma út í febrúar eða mars á næsta ári. Android appið kemur svo á markað í maí.

 

Heimild: Umfjöllun The Verge.