iPad mini kominn í sölu á Íslandi
Nú í morgun hófst sala á iPad mini í 34 löndum og þar á meðal Íslandi. Ódýrasta útgáfan er með 16 GB plássi og kostar 59.990 kr. hjá Epli (sem og flestum endursöluaðilum). Verðið hækkar svo hratt og kosta næstu útgáfur 84.990 kr. (32 GB) og 104.990 kr. (64 GB). Hægt er að fá iPad mini með farneti (2G/3G/4G*) og kostar þá sú ódýrasta með 16 GB plássi 89.990 kr., 32 GB kosta 114.990 kr. og sú dýrasta er á 134.990 kr. með 64 GB plássi.
iPad mini er fáanlegur í svörtu eða hvítum lit. Hægt er að fá Smart Cover hulstur frá Apple fyrir iPad mini í litríkum útgáfum.
Samkvæmt heimildum Símon.is er um takmarkað magn að ræða í fyrstu sendingu þannig að þeir sem vilja versla nýjan iPad gætu þurft að hafa hraðann á.
Við höfum verið með iPad mini í prófun síðustu daga um munum koma með ýtarlega umfjöllun fljótlega.
*4G farnet er ekki í boði á Íslandi eins og er