Audiobulb – þráðlausir hátalarar í ljósaperu

Það eru ýmis vandamál sem geta fylgt því að setja upp hljóðkerfi heima í stofu, meðal annars að leggja snúrur og kapla. Með Audiobulb er það óþarfi því það eina sem þú þarft að gera er að skrúfa peru í stæði og byrja að hlusta.Audiobulb nýtir þráðlaust net til að spila tónlist frá iPod, iPhone eða öðrum tækjum í allt að 8 peruhátalara. Kerfinu er stjórnað með fjarstýringu sem fylgir með og er því ótrúlega einfalt í uppsetningu eins og þetta myndband sýnir.

Audiobulb kerfið er fáanlegt á Amazon.com fyrir $300.
Nánar um kerfið.