Clear – Virkilega flott „to do” app

Clear heitir iOS app sem er einskonar verkefnalisti og heldur utan um hluti sem þú þarft að muna (to do lists). Það er til fjöldinn allur af svona öppum, meðal annars er eitt innbyggt í iOS, en það sem Clear hefur fram yfir flest hinna er virkilega töff hönnun. Allar aðgerðir eru framkvæmdar með því að draga puttana fram og til baka og sundur og saman. Hægt er að búa til marga mismunandi lista sem halda utan um mismunandi verkefni til dæmis einn fyrir matarinnkaup, annan fyrir skólann eða vinnuna og svo framvegis. Þá geta listarnir verið í ýmsum mismunandi litum.

Nú er hægt að samkeyra appið á milli tölvu, iPhone og iPad því með nýjustu uppfærslunni fékk appið stuðning við iCloud og kom á sama tíma út fyrir Mac tölvur.

Ég mæli með því að þið horfið á myndbandið sem fylgir þessari grein. Þar sést hvernig appið virkar og hversu flott appið er.

Clear kostar $1.99 í App Store og er á tilboði núna á $6.99 í Mac App Store.

[vimeo id=”35693267″ width=”600″ height=”350″]

Clear í App Store

Heimasíða framleiðandans

Ath. að þessi grein var upphaflega birt í febrúar 2012. Þetta er því einungis uppfærð útgáfa af þeirri grein.