He-Man

He-Man er mættur á iOS

Ef þú vaknaðir fyrir klukkan 9 á laugardagsmorgnum fyrir um það bil 20 árum síðan til að horfa á teiknimyndir þá ættirðu að muna eftir Garpi eða He-Man eins og hann kallaðist á frummálinu. Kappinn er mættur aftur til leiks og í þetta skiptið á iOS!

Garpur

“I have the power!”

Leikurinn er með dæmigerðu “hack n slash” sniði þar sem spilaranum er gefið færi á að uppfæra vopn og hæfileika He-Man eftir hvert borð. Þeir sem hafa ekki þolinmæði til að safna fyrir uppfærslum með því að spila leikinn geta tekið upp greiðslukortið og borgað með Bandaríkjadölum fyrir betri vopn og eiginleika.

Leikurinn er ágætlega ávanabindandi, spilunin er mjög vönduð og grafíkin afbragð. Það er því óhætt að mæla með endurkomu He-Man því leikurinn kostar aðeins $1.24 í App Store.