Google kaupir Snapseed
Eru þið ekki komin með leið á því að taka myndir með Instagram? Eru þið ekki komin með leið á því að setja inn athugasemd um kaffidrykkju vina ykkar á Instagram?
[youtube id=”ut4Ap3FmwAg” width=”600″ height=”350″]
Örvæntið ekki því Google vita hvernig á að redda ykkur. Bráðlega geta Android notendur farið að njóta mynda af kaffidrykkjum vinar sinna á Google+ þar sem Google voru að kaupa Snapseed, vinsælasta iPad appið 2011. Google+ hefur verið í harðri baráttu við Facebook sem nýlega keypti Instagram á þáverandi 1 billjón dollara (sem minnkaði svo þar sem hluti af sölufésins var í hlutabréfum í Facebook). Í framhaldi af kaupunum fór Facebook að vinna að því að koma Instagram inn í kerfið sitt. Google+ sáu að til þess að ná í fleiri af þessum kaffimyndum inn á vefinn hjá sér þyrfti þeir að gera svipað og keyptu því Snapseed frá Nik software.
Nik software er fyrirtækið sem hannaði Snapseed en fyrirtækið eignaðist 9 milljónir viðskiptavina á fyrsta ári sínu. Nik software munu færa sig til Mountain View í Kaliforníu. Spennandi verður að sjá hvort að þessi kaup muni hjálpa Google+ í baráttunni gegn Facebook.
Ekki var tekið fram fyrir hversu háa upphæð fyrirtækið var keypt á.