Af hverju er iPad mini miklu dýrari en Nexus 7?
Þegar ég fylgdist með umræðunni um iPad Mini á Twitter í fyrradag þá var eitt atriði sem stóð upp úr hjá flestum: verðið. Margir bjuggust nefnilega við (og vonuðu) að iPad Mini myndi verða ódýr, jafnvel kosta svipað og Google Nexus 7 eða Kindle Fire HD. Þessi óskhyggja er að mörgu leiti skiljanleg þvi misvitrir sérfræðingar hafa frá fyrstu orðrómum spáð því að Apple myndi gera heiðarlega tilraun til að drepa 7″ Android spjaldtölvurnar í fæðingu. Besta leiðin til þess væri þá að verðsetja iPad mini á $200-250 bilinu. Annað kom á daginn og ódýrasti iPad mini kostar $329 og á meðan (sumir) neytendur væla þá var örugglega skálað í kampavini í höfðustöðvum Google og Amazon því að iPad Mini á $199 hefði drepið alla samkeppni.
Af hverju fór Apple ekki alla leið? Af hverju að gefa ódýru Android spjaldtölvunum einhvern tíma í viðbót til að stækka sinn hluta af kökunni? Fyrir þessu er tvær ástæður. Fyrri ástæðan er sú að ef Apple hefði farið alla leið með $199 iPad þá hefðu áhrifin vissulega orðið mikil á ódýra spjaldtölvumarkaðinn, en það sem verra er að áhrifin hefðu ekki orðið minni á dýrari spjaldtölvumarkaðnum. Þar er Apple algerlega markaðsráðandi með yfir 80% markaðshluteild. Hin ástæðan er svo mun einfaldri: Apple þarf ekki að elta Google og Amazon í kapphlaupinu á (verð) botninn. Í Bandaríkjunum veita Google og Amazon Apple vissulega samkeppni en vörur þeirra, Kindle Fire og Nexus 7 eru lítið áberandi öðrum löndum. Á flestum mörkuðum er það einfaldlega þannig að þorri neytenda er ekki að leita að spjaldtölvu, þeir eru að leita sér að iPad. Fyrir þessum viðskiptavinum er iPad Mini frábær kaup því hann kostar heilum $170 minna en iPad Retina og virkar á engan hátt ódýr. Framlegðin á honum er örugglega ekki langt frá iPad Retina þannig að það skiptir Apple ekki miklu máli hvort þú kaupir Mini eða ekki svo lengi þú kaupir iPad.
Samkeppnin er hinsvegar að aukast. Samhliða útgáfu Windows RT (og Windows 8) munu flæða á markaðinn fartölvur og spjaldtölvur í öllum stærðum og gerðum sem snerta þennan markað. En flestar af þessum nýju vélum eru á svipuðu verði og iPad, en ekki Nexus 7. Þessar vörur munu hinsvegar ekki hafa mikil áhrif fyrr en á næsta ári og á meðan getur Apple andað rólega. Á meðan þeir bíða geta þeir svo dundað sér við það að raka inn sinni 30-50% framlegð af hverjum seldum iPad á meðan samkeppnisaðilarnir keppast um að vera réttu megin við núllið.
Trackbacks & Pingbacks
[…] iPad Mini spjaldtölvan var kynnt og Gunnlaugur Reynir hjá Simon.is útskýrir í áhugaverðum pistli hvers vegna svona mikill verðmunur er á Nexus 7 og iPad Mini. [Skoða nánar á Simon.is]. […]
Comments are closed.