Þrautaleikurinn ZOMBRO!

[youtube id=”8JR6PXTIbOY” width=”600″ height=”350″]

 

Ég hef mjög gaman af því að spila skemmtilega þrautaleiki, sérstaklega þegar þeir notfæra sér eiginleika tækjana sem þau virka á.
Zombro er mjög skemmtilegur uppvakninga leikur með skemmtilegu andrúmslofti. Suðvestrænt amerískt gítarstef spilar meðan uppvakningurinn reynir að komast frá stað A til staðar B og í leiðinni reynir hann að ná í bensínið sem dreift er um borðið svo að hann geti komist lengra um bandaríkin.

Zombro getur aðskilið líkama sinn til að leysa þrautirnar, það er að segja heilann, búkinn og lappirnar.

Hoppa, rúlla og koma sér undan vandræðum eru helstu eiginleikar líkama Zombro í för hans að enda borðsins. Á leiðinni þarf hann að ná bensíninu og mynda almennilega braut svo að notandinn geti samsett líkamann hans aftur í endanum á borðinu.

Mjög skemmtilegur leikur sem er ókeypis fyrir Android og Iphone. Það sem mér fannst reyndar einna verst við þennan leik og fór í taugarnar á mér er að notandi þarf að kaupa aðgang að auka borðum og kostar hvert aukaborð um 0.99$

Skemmtilegur leikur engu að síður og algerlega þess virði að spila.

 

http://itunes.apple.com/us/app/zombro/id515386971?mt=8