iPhone og iPad fá loksins "alvöru" Íslenskt lyklaborð

Ein af mörgum nýjungum við iOS 6 er að nú er loksins komið íslenskt lyklaborð með stafina Æ, Þ, Ð og Ö sýnilega öllum stundum. Hingað til hefur verið hægt að slá þessa stafi inn en þá með því að halda inn öðrum stöfum. Þannig þurfti að halda D inni til að fá Ð, O til að fá Ö og svo framvegis. Hvort þessi viðbót selji marga iPhone 5 síma er erfitt að spá en þetta eru mikil framför, sérstaklega á iPad.

Til þess að virkja íslensku stafina þarf að fara í Settings og þaðan í Keyboard. Ef þú  ert nú þegar með uppsett íslenskt lyklaborð (á gamla mátann) þá þarft að velja Icelandic flipann. Þar ætti að vera hak við QWERTY. Það þarf einnig að haka við Icelandic. Hægt er að skipta á milli þessara tveggja útgáfa af íslensku lyklaborði með því að ýta á hnöttinn á lyklaborðinu sjálfu. Ef þú ert ekki með uppsett íslenskt lyklaborð þá veluru add new keyboard og velur þar Icelandic.

Íslenskt lyklaborð á iPad

 

Íslenskt lyklaborð á iPhone