iOS 6 væntanlegt í dag

Nýjasta útgáfan af stýrikerfi Apple fyrir snjalltæki, iOS 6, er væntanleg í dag. Ef þú átt eitthvað af eftirfarandi tækjum máttu búast við að fá uppfærsluna í dag:

  • iPhone 5
  • iPhone 4S
  • iPhone 4
  • iPhone 3GS
  • iPad (the new iPad)
  • iPad 2
  • iPod touch (4. og 5. kynslóð)

Ef þú ert núna að nota iOS 5 þarftu ekki að stinga tækinu í samband við tölvu og uppfæra í gegnum iTunes, heldur kemur svokölluð OTA uppfærsla (Over-the-Air). En ef þú ert á eldri útgáfu af iOS er best að ná í iTunes útgáfu 10.7 og uppfæra snjalltækið síðar í dag.

Meðal nýjunga í iOS 6 er nýja kortakerfi Apple, Siri á iPad, samþætting við Facebook og nýja Passbook appið sem geymir upplýsingar um bíómiða, bókunarnúmer, afsláttarmiða og fleira.

Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Apple.