Galaxy S3 fær Jelly Bean

Í dag byrjaði opinber útgáfa af Android 4.1.1 eða Jellybean að renna út fyrir Samsung Galaxy S3 síma. Þeir fyrstu til að fá uppfærsluna eru í Pólandi. Síminn mun notfæra sér Samsung Kies.

Android 4.1.1 mun innihalda Google Now sem við fjölluðum um fyrir nokkrum mánuðu, uppfærslu á tilkynningargardínuna, uppfærslu á mörgum af kerfum símans sem þeir hjá Google kalla Project Butter, eða Smjör verkefnið sem gerir viðmót símans mun mýkra og flottara.

Uppfærslan ætti að detta inn hjá okkur á Íslandi á allra næstu dögum og er því um að gera að athuga á Samsung Kies