Mixcloud loksins komið fyrir Android
Mixcloud kom út fyrir iPhone 14. júní 2011 og var í dag loksins að koma út fyrir Android. Mixcloud síðan er snilld fyrir þá sem vilja kynnast nýrri tónlist eða finna skemmtilegar tónlistarblöndur til að hlusta á. Hingað til hefur ekki verið hægt að hlusta á MixCloud á Android, en appið hefur verið til á iPhone í nokkurn tíma.
Appið biður um að tengingu þig inn á Mixcloud aðganginn þinn (sem er ókeypis). Aðgangurinn heldur utan um hvaða lista þú fílar, hvað þú hefur hlustað á sem og samskipti þín við aðra í gegnum samfélagið.
Þegar notandi hefur gengið frá skráningu, birtast fjórir valmöguleikar: vinsælt (e. hot), flokkar (e. categories), uppáhalds (e. favourites) og sérsniðið (e. profile)
Vinsælt (Hot) sýnir þér þá lista sem eru vinsælir meðal annara notenda samfélagsins.
Flokkar (Categories) sýnir þér þá flokka af tónlist sem er hægt að finna á Mixcloud.
Uppáhalds (Favorites) hleypir þér strax inn á þá tónlist sem þú hefur valið sem uppáhalds.
Sérsniðið (Profile) sýnir þér yfirlit um þinn aðgang og notkun þína.
Appið lítur út og virkar nákvæmlega eins á Android og í iOS. Það er frítt og er algjör snilld til þess að hjálpa manni að uppgötva nýja og skemmtilega tónlist.