Be Iceland – "Eina appið sem þú þarft á ferðalagi um Ísland"

Be Iceland er app fyrir Android og iOS hannað af Stokkur Mobile Software. Hægt er að finna gistingu, veitingastaði og fá upplýsingar um hinar ýmsu náttúruperlur á Íslandi með appinu. Viðmótið er á ensku og því greinilega miðað á útlendinga en gæti hæglega nýst Íslendingum líka.

Forsíða
Feature” er sjálfvalinn flipi þegar appið er opnað og birtir lista yfir gistingu og veitingastaði á öllu landinu.

Gisting
Undir “sleep” flipanum er hægt að velja tegund gistingar en appið býður upp á að velja hótel, hostel eða tjaldsvæði. Staðirnir birtast í lista og eru í réttri röð út frá því hvaða staður er næstur þér en einnig er hægt að velja “map” og þá sérðu staðsetningu þína og gistingu í nágrenninu á Google Maps. Þegar ákveðinn staður er valinn færðu yfirlit (overview) þar sem skrifað er mjög almennt um staðinn en til þess að fá nákvæmari upplýsingar er “details” flipinn valinn. Þar er hægt að sjá hversu mörg herbergi eru laus, hvort þráðlaust net sé á staðnum eða sjónvarp, hvert heimilisfangið er og fleira. Einnig er hægt að senda tölvupóst eða hringja á staðinn beint úr appinu sem er mjög sniðugt eða fara á vefsíðu fyrirtækisins. Í sumum tilfellum er hægt að sjá hvaða tíma árs er hægt að fá gistingu og hvenær morgunmatur er framreiddur. Það er svo að sjálfsögðu hægt að sjá staðsetningu undir flipanum “view on map“. Myndir af stöðunum eru frekar litlar koma samt ágætlega út á símtækjum með stóra skjái.

 

Matur
Það er sama uppsetning á veitingastaða- og gistiflipanum. Myndirnar eru því jafn litlar en það ætti að skipta minna máli þegar fólk er að leita sér að veitingastað frekar en gistingu. Undir “details” er hægt að sjá opnunartíma sem er líklega það mikilvægasta fyrir veitingastaði. Þessar upplýsingar vantar oft á vefsíður veitingastaða eða er mjög vel falið og því kærkomið að sjá að appið klikkar ekki á þessu. Það er líka fínt að geta séð hvers konar matur er í boði á staðnum og að sjálfsögðu er hægt að sjá símanúmer, netfang, vefsíðu og heimilisfang eins og í gistiflipanum.


Staðir
Undir “Discover” er hægt að finna áhugaverðar náttúruperlur á Íslandi. Það er að sjálfsögðu ekki neinar upplýsingar um opnunartíma eða símanúmer því það á sjaldnast við. En hér hefði verið flott að hafa stærri myndir af stöðunum.

Be Iceland er flott app en fyrst og fremst mjög nytsamlegt! Flestar umsagnir í Google Play og iTunes eru jákvæðar en sumir kvarta undan því að appið sé að frjósa. Að vísu var það í fyrstu útgáfunni af appinu og er Stokkur nýlega búinn að senda frá sér uppfærslu og því ættu helstu villur sem fylgdu fyrstu útgáfu að heyra sögunni til.

“Appið er síðan alltaf að stækka og stækka og fleiri staðir að bætast inní og við ætlum okkur risastóra hluti” segir Olgeir Pétursson hjá BeIceland.com en verkefnið virðist mjög metnaðarfullt og því spennandi að fylgjast með framvindu appsins.

 

Sækja Be Iceland appið

iTunes

 

Simon.is á fleiri miðlum