Týndur sími, ekki endilega tapaður

Appið  er hugsað sem miðstöð öryggis í símanum þínu. Það er ætlað að vernda þín gögn og símann sjálfan. Appið er frekar einfalt í notkun og á ekki að vefjast fyrir neinum um hvernig það í raun virkar. Hérna er listi yfir helstu eiginleika appsins sem eru í fríkeypis útgáfunni.

  • Getur staðsett símann með GPS hnitum
  • Getur látið símann væla ef þú finnur hann ekki (mæli ekki með því að þetta sé prófað í vinnunni, vakti ekki mikla lukku í minni)
  • Skannað eftir vágestum í forritum um leið og þau eru sett upp
  • Gert grunn öryggisafritun af gögnum þínum

Síðan eru fleiri möguleikar sem virkjast við það að kaupa sér aðgang.

  • Örugg vefskoðun
  • Aukið persónuverndar öryggi
  • Fjarhreinsun og læsing á símtækinu
  • Aukin öryggisafritun

Grunn kostirnir eru í raun það eina sem hinn almenna notenda vantar og í raun líka hinn stærri. Þó maður geti náttúrulega friðað samviskuna með því að kaupa sér stærri aðgang. En hann er á 2.99$ á mánuði eða 29.90$ fyrir árið. En ég mæli með því að fólk sleppi að kaupa aðgang. Enda ekki kannski þörf á því.

Þetta er snilldar app sem gerir allt í grunninn, án þess að þú þurfir að kaupa stækkunina sem er bæði kostur og ókostur fyrir hinn almenna notenda. Kosturinn er sá að appið er það sem manni vantar og maður þarf ekki að dæla inn neinum auka aur fyrir þá þjónustu. Ókosturinn er aftur á móti sá að appið hefur ekki mikla gróða möguleika fyrir framleiðandann og gæti dregið úr áhuga hans uppfæra og halda appinu uppfært.

Stærsti kostur þessa apps er öryggið sem það veitir og því klárlega eitthvað sem allir ættu í raun að hafa í símanum sínum.

Simon.is á fleiri miðlum