Tengdu USB tæki við símann – Stækkaðu plássið á símanum! (Myndband)

[youtube id=”8XYRYTd2_O0″ width=”600″ height=”350″]

 

Ég á Galaxy Nexus síma og Kindle Fire spjaldtölvu sem eiga það sameiginlegt að hafa enga SD kortarauf. Þetta er ekki stórt vandamál á símanum þar sem að hann er með 16gb pláss, en Kindlinn er einungis með 6gb sem verður til þess að hann fyllist mjög fljótt. Ég fór því að skoða málið og komst að því að það er nokkuð auðveldlega hægt að auka plássið á tækjunum með því að kaupa svokallað OTG (On-The-Go) USB millistykki. Millistykkið er með micro USB-enda öðru megin og venjulegu USB hinu megin, sem gerir manni kleift að tengja hvaða USB tæki sem er í símann eða spjaldtölvuna. Þetta er í raun sáraeinfalt, en athugið þó að þetta virkar ekki á öllum tækjum. Galaxy Nexus tækið mitt styður þetta, en ég nota appið  til að einfalda hlutina enn meira. Það eina sem ég þarf að gera er að stinga USB lyklinum í samband og þá birtist hann sem mappa á símanum. Með því að nota forrit eins og  get ég séð allar þær skrár sem eru á lykinum. Maður fer í möppuna usbStorage og þar inn í sdbX (X er sú tala sem birtist á möppunni). Þetta getur þó verið aðeins flóknara á öðrum tækjum, ég lenti t.d. í því að þetta virkaði ekki strax Kindle Fire, en ég fékk það þó upp eftir mikið grúsk. Ef þið lendið í vandræðum þá er Google vinur ykkar.

Ég keypti snúrna á Amazon á um $1.5 (sem eru um 250 krónur á núverandi gengi), þannig að hún er ekki  dýr og vel þess virði að kaupa til þess að prófa. Það er svo hægt að tengja önnur tæki en bara USB lykla og harða diska. T.d. er hægt að tengja mús, lyklaborð, gps tæki og bluetooth netkort svo eitthvað sé nefnt. OTG kapallinn er góð leið til þess að bæta möguleikum við takmörkuð tæki (eins og á við um Kindle Fire) eða gera góð tæki enn betri.

 

Simon.is á fleiri miðlum