Myndir af nýjum iPhone leka á netið

Nýjar myndir af næsta iPhone frá Apple láku á netið í dag. Helstu breytingar frá núverandi útgáfu iPhone eru þær að tengið fyrir heyrnartól verður á botni símans, á sömu hlið og nýtt tengi sem verður líklega skipt út fyrir 30-pinna tengið sem Apple hefur notað fyrir iPhone, iPad og iPod undanfarin ár. Skjárinn verður líklega 4″ að stærð en ekki 3,5″ eins og á fyrri iPhone símum. Á myndunum sést svart símtæki en líkegt er að síminn verði fáanlegur í svörtum og hvítum lit eins og nýjasta útgáfa símans, iPhone 4S.

 

Heimild
iLab Factory

Myndir
The Verge

 

Simon.is á fleiri miðlum

1 reply

Trackbacks & Pingbacks

  1. […] gær birtum við myndir af síma sem virðist vera ný útgáfa af iPhone frá Apple. Myndband af þessu sama símtæki er nú […]

Comments are closed.